Ertu hissa á svona framkomu frá kjörnum fulltrúum?

Ég myndi fara í mál við þá Egill. Ég hef fylgst með þessu máli og það er svo augljóslega verið að mismuna. En þetta sem þú segir í lokin er akkúrat málið. Engin virðing borin fyrir neinu. Og þetta með Eimskip og Faxaflóahöfn er auðvitað hrein spilling. Gangi þér vel með þetta. Brimborg er vel rekið fyrirtæki (annað en Eimskip) með langa sögu í Reykjavík og á betur skilið frá borginni.
mbl.is Borgin mismuni fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er eins og svo oft þar sem þetta lið nær undirtökunum; að skrattinn sér um sína. Það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að bjóða annars skynsömu fólki uppá mikla heimsku í kringum pólitíska spillingu án þess að það æmti eða skræmti...En eins og þú segir Jón, þetta eiga Brimborgarmenn ekki að láta bjóða sér og án hiks að taka þessi viðrini til dómarans.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.2.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Egill Jóhannsson

Sæll Jón Svan og takk fyrir hlý orð.

Við munum ekki láta bjóða okkur þetta og höfum nú þegar staðið í bréfaskriftum við embættismenn og borgarfulltrúa í 4 mánuði vegna málsins. Verið dregnir á asnaeyrum. Nú er lögmaður Brimborgar að vinna málið í hendur umboðsmanns alþingis og er að afla gagna frá borginni og þar má búast við töfum, tregðu til þess eins að tefja málið.

Og Jón, nei, ég er ekki hissa á framkomu kjörinni fulltrúa. Kannski meira hissa á því hvað þeir eru blygðunarlausir í framkomu sinni. Svo hélt maður kannski í einfeldni sinni að hankahrunið og allt sem á hefur gengið hér á landi hefði kannski vitkað þetta fólk til. En það var einfeldni, augljóstlega.

Og síðan hélt ég kannski að siðarreglurnar sem þessir sömu borgarfulltrúuar samþykktu um miðjan desember skiptu þá einhverju máli. Það var líka einfeldni.

Egill Jóhannsson, 20.2.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband