30.6.2009 | 12:40
Með algjörum ólíkindum
Það er með algjörum ólíkindum að lesa það sem hann Árni Páll er að segja í þessari frétt. Hér er um að ræða eitt mesta hagsmunamál sem komið hefur fram í áraraðir fyrir heimilin í landinu. Hér er verið að gefa fólkinu í landinu tækifæri á því að byrja upp á nýtt. Eða vill Árna hafa þetta eins og það hefur verið að kröfuhafar geta elt fólkið endalaust og haldið því á vanskilaskrá í 10 ár og lengur? Auðvitað hefði þetta frumvarp átt að ná til bílalána einnig. Hversu mörg heimili, fjölskyldur með börn og einstaklingar þurfa að lenda undir í þessari krísu sem við erum í? Hér eru lagðar óviðráðanlegar skuldir á fólk vegna verðtryggingar og gengistryggðra lána. Margir munu gefast upp og margir einfaldlega geta þetta ekki. ÆTLAR ÞESSU DJÖFULSINS RÍKISSTJÓRN AÐ LEYFA ÞAÐ OG STYÐJA AÐ FÓLK VERÐI HUNDELT Í HIÐ ÓENDANLEGA ÚTAF ÞESSUM SKULDUM?????????? Eða ætlar þessi ríkisstjórn að sjá til þess að fólk geti horft fram á veginn og séð það geti byrjað uppá nýtt í sínu eigin land? Hvað er það sem Árni Páll er að hugsa þegar hann lætur svona prump útúr munni sínum? Jú er það ekki það að hann er að hugsa um kröfuhafana/fjármagnseigendur! Allt bendir til þess enda ekkert komið fram sem bendir til annars. Og nú heyrist sá orðrómur að Steingrímur er að hóta sínum þingmönnum að ef þeir samþykkja ekki frumvarpið um ríkisábyrgð vegna Icesave þá fái þeirra mál ekki brautargengi á alþingi. Þetta frumvarp er eitt af þessum málum. Ef þetta er satt þá er Steingrímur algjör.....ja ég veit eiginlega ekki hvað ég að kalla hann. Engin orð lýsa fyrirlitningu minni á svona vinnubrögðum. Gott fólk, ég skal segja ykkur eitt dæmi af mörgum um hvernig er verið að fara með skuldara í landinu. Maður sem ég þekki skuldar Nýja Landsbankanum 130.000 kr. sem hann getur ekki borgað. Bankinn gerði fjarnám í honum og er núna að krefjast nauðungarsölu á húsi ábyrgðarmanns lánsins, sem getur ekki heldur borgað. Fimm manna fjölskyldu hent út fyrir 130.000 kr. Þess vegna er maður reiður útí þetta lið sem stjórnar landinu og þykist vera að aðstoða fólkinu í landinu. Þetta er bara bull, viðbjóður og siðleysi og svo háu stígi að ekki er hægt að mæla það. Því er Árni Páll ekki að fagna þessu frumvarpi? Hvað er í gangi hérna í þessu landi???!!!!
Lánshlutfallið gæti hugsanlega lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er eitt í þessu. Ef lánastofnanir geta bara fengið það sem fæst úr veðinu að þá vanda menn sig kanski betur bæði í lánveitingum og eins í nauðungarsölu til að hámarka vermæti (fara kanski ekki í söluna nema ekkert annað er hægt að gera). Jafnvel mundi stundum þá vera betra fyrir bankana að semja um afföll á lánum og fá þau greidd heldur en að fara í nauðungarsölu og fá kanski ennþá minna fyrir. Að mörgu leiti sniðug hugmynd og myndi verða til að fjármálastofnanir hugsuðu sig aðeins við lánveitingar. Það gæti orðið til að lán verði lægri... en væri það ekki betra en þessi staða sem heimilin í landinu eru í núna. Það má líka bæta því við að þessir sömu bankar sem eru með kverkatak á heimilum landsmanna samþykktu að fella niður milljarða skuldir (mörg þúsund milljónir) til æðstu starfsmanna vegna hlutabréfaskulda. Þær skuldir voru ekki í þak yfir fjölskyldurnar heldur ættluðu þessir eigendur að stórgræða á hlutabréfunum og þá varð auðvitað að kaupa nógu mikið til að geta grætt ofboðslega. Auðvitað eiga heimili þessara manna að vera tekin í skuldir. Ekki hefðu þeir gefið okkur hlutdeild ef þeir hefðu grætt ofboðslega.
Kveðja Kjarri.
Kjarri (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 13:34
Vel til orða tekið Kjarri. Gæti ekki verið meira sammála.
Jón Svan Sigurðsson, 30.6.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.